Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 18:14:51 (5270)

2000-03-14 18:14:51# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[18:14]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er algeng aðferð að nefna þá staði þar sem erfiðleikar eru til að reyna að fegra mál sitt og varpa einhverjum skugga á málflutning mótaðilans.

Ég sagði áðan ... (Gripið fram í.) Ég bið hv. þm. að vera rólegan. Ég sagði áðan að útgerðarmenn nú bæru tapið ef aflaheimildir minnkuðu en fengju á hinn bóginn að njóta þess ef aflaheimildir yrðu meiri. Þeir verða að bera tapið. Og úr því að við látum þá bera tapið þá verða þeir að fá viðbótina þegar svo ber undir, eins og er t.d. nú í Skjálfanda svo við höldum okkur við það kjördæmi sem bráðum verður kjördæmi hv. þm. Rækjuveiði hefur algerlega verið bönnuð í Skjálfandaflóa og það verða þeir útgerðarmenn að bera sem höfðu þar rækjuvinnsluleyfi. Þetta ætti hv. þm. að vera kunnugt.