Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 19:12:37 (5291)

2000-03-14 19:12:37# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[19:12]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson, þingflokksformaður Framsfl., hefur lýst bollaleggingum sínum um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða og fiskveiðistjórnarkerfið. Út frá þeirri ræðu sem hv. þm. hefur flutt væri fróðlegt að fá að vita héðan úr ræðustól hvort hv. þm. hefur stuðning flokks síns fyrir þeim hugmyndum sem hann setur fram hér í þingsal og eins í fjölmiðlum. Njóta þær bollaleggingar stuðnings? Hafa þær verið kynntar samstarfsaðilanum og hverjar hafa þá undirtektirnar orðið?

Ég er hræddur um, hv. þm. Kristin H. Gunnarsson, að enn einu sinni eigi að leika þann leik, þegar óvinsæl mál eru í gangi og ósætti í þjóðfélaginu eins og menn vita að eru um stjórn fiskveiða, að stjórnarflokkarnir gefi einhverjum frítt spil til þess að tala aðra tungu í eyru þeirra sem gagnrýna. Ég spyr hv. þm. Kristin H. Gunnarsson hvort hann sé í þessari stöðu eða hvort hann telji sig hafa stuðning flokks síns, Framsfl., og þá ekki síður Sjálfstfl. við þær hugmyndir sem hann hefur sett fram um breytingar.