Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 14. mars 2000, kl. 19:15:17 (5293)

2000-03-14 19:15:17# 125. lþ. 78.4 fundur 144. mál: #A stjórn fiskveiða# (aflaheimildir Byggðastofnunar) frv., ÁSJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 78. fundur, 125. lþ.

[19:15]

Árni Steinar Jóhannsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skilgreini ekki og lýsi ekki hugmyndum Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs og tillögum um stjórn fiskveiða á tveim mínútum. En mér finnst ákaflega mikilvægt eftir að hafa flutt ræðu af þessu tagi verandi í stjórnarmeirihluta, að upplýsa þingheim um það hverjar líkur hv. þm. telji á því að flokkur hans og stuðningsflokkurinn gangi inn á hugmyndir af þessu tagi. Ég tek undir margt af því sem Kristinn H. Gunnarsson hefur sagt um nýja sýn og nýja stjórn fiskveiðimála, enda eru margar af þeim hugmyndum mjög í takt við og upp úr kosningastefnuskrá Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs. Það verður því ekki til vandræða.

Hins vegar er til vandræða að finna út úr því hvort hv. þm. telji að stjórnarmeirihlutinn, Framsfl. og Sjálfstfl., samþykki þessar hugmyndir, hvort þær eigi hljómgrunn þar inni.