Eldi þorsks og annarra sjávardýra

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 14:42:28 (5322)

2000-03-15 14:42:28# 125. lþ. 80.3 fundur 343. mál: #A eldi þorsks og annarra sjávardýra# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., GE
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[14:42]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég vil fyrst og fremst þakka fyrir umræðuna um þessi mál og þakka hv. þm. Kristjáni Pálssyni fyrir að vekja máls á þessu og síðan, með leyfi forseta, að gera grein fyrir því að það liggur fyrir till. til þál. frá nokkrum þingmönnum Samfylkingarinnar undir forustu Karls V. Matthíassonar, svohljóðandi:

,,Alþingi ályktar að fela sjávarútvegsráðherra að hlutast til um að skipulegar rannsóknir á þorskeldi frá klaki til slátrunar verði hafnar, svo og að fjarðar- og kvíaeldi á þorski verði eflt og stutt, með það að markmiði að Íslendingar geti framleitt eldisþorsk til útflutnings innan fárra ára.``

Herra forseti. Í þessari þáltill. er í greinargerð gerð grein fyrir ýmsum atriðum sem styðja þetta mál og ég treysti hæstv. sjútvrh. til þess að taka höndum saman við okkur flutningsmenn um að koma þessu máli áfram. Ég heiti á stuðning hv. þm. Kristjáns Pálssonar í því máli að hafnar verði rannsóknir á þorskeldi og þorskarnir hafðir í kvíum.