Sjúkrahótel

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 14:59:45 (5331)

2000-03-15 14:59:45# 125. lþ. 80.4 fundur 382. mál: #A sjúkrahótel# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[14:59]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hjáleiga má þetta alls ekki heita. Það hentar engan veginn.

En mig langar aðeins að svara þeim spurningum sem aðallega komu fram hjá hv. þm. Guðmundi Árna Stefánssyni. Hann spurði hvort þetta væri alfarið í höndum sjúkrahúsanna eða ráðuneytisins. Þetta er alfarið í höndum sjúkrahúsanna og það er borð fyrir báru fjárhagslega. Gerast menn nú búralegir.

Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvað þetta eru mörg rými en ég get ímyndað mér að það séu 15--20 rúm til viðbótar. En eins og fram hefur komið er mikilvægast að semja um aukna faglega þjónustu sem kæmi þá beint frá sjúkrahúsunum og fylgdi sjúklingnum eftir. Þá gætum við haft þarna sjúklinga sem eru kannski ekki eins vel á sig komnir eins þeir sem dvelja þar nú. Hins vegar skal viðurkennt að miðað við aðstæður þá þurfum við hvort eð er að bæta faglega þjónustu á sjúkrahótelum.

En ég endurtek, virðulegi forseti, að hjáleiga má það ekki heita.