Úrbætur á aðstöðu öldrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:13:53 (5339)

2000-03-15 15:13:53# 125. lþ. 80.5 fundur 409. mál: #A úrbætur á aðstöðu öldrunardeildarinnar Ljósheima á Selfossi# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., heilbrrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:13]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Ég vil fyrst segja að öldrunarþjónusta á Suðurlandi er á margan hátt til mikillar fyrirmyndar. Í Hveragerði opnuðum við nýtt ... (MF:Við vorum að ræða Ljósheima ...) (Gripið fram í: Búlgaríu, var það ekki?) Fyrirgefðu forseti. Get ég fengið orðið?

(Forseti (HBl): Má ég biðja hv. fyrirspyrjanda að gefa hæstv. ráðherra tóm til að svara, því til einskis er að spyrja ef ekki má svara. )

Ég ætla að ljúka því sem ég var byrjuð að segja. Það var að opnað nýtt hjúkrunarheimili í Hveragerði fyrir ári síðan, mjög myndarlegt heimili.

Varðandi Ljósheima vil ég segja að hv. þm. veit það alveg jafn vel og ég að heimamenn unnu þessa þarfagreiningu og hv. þm. veit það líka jafn vel og ég að framkvæmdastjóri sjúkrahússins lenti í slysi og var frá í mjög langan tíma og þá var enginn framkvæmdastjóri til að vinna þetta verk um langan tíma. Nú aftur á móti er verkið komið það langt að hægt er að halda samkeppni um hönnum sem skiptir miklu máli. Þegar ég svaraði á Alþingi í febrúar 1998 þá var fyrst komið grænt ljós á að við mættum fara að hreyfa okkur. Ég veit að hv. þm. þekkir jafn vel til og ég á Selfossi þannig að hún veit alveg nákvæmlega um aðstæður. Og það þarf enginn að lýsa fyrir mér hvernig er á Ljósheimum á Selfossi. Þangað hef ég mjög oft komið.