Aðgengi að getnaðarvarnarpillu

Miðvikudaginn 15. mars 2000, kl. 15:40:12 (5352)

2000-03-15 15:40:12# 125. lþ. 80.6 fundur 425. mál: #A aðgengi að getnaðarvarnarpillu# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÍGP
[prenta uppsett í dálka] 80. fundur, 125. lþ.

[15:40]

Ísólfur Gylfi Pálmason:

Herra forseti. Ég vil enn og aftur þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir að vekja máls á því sem við höfum verið að ræða hér í dag. Ég þakka jafnframt hæstv. heilbrrh. fyrir hennar svör.

Ég vil allt til þess vinna að fækka fóstureyðingum á Íslandi. Ég held að einmitt það sem við höfum verið að ræða hér, svokölluð neyðarpilla, sé ein leiðin á þeirri vegferð ásamt aukinni fræðslu, opnari umræðu og ábyrgð þeirra sem stunda kynlíf, hvort heldur þeir eru ungir eða eldri. Ég tel að þarna sé leið eins og hv. þm. Ásta Möller og hæstv. ráðherra hafa rætt um. Mér leikur einnig forvitni á að fá að sjá, af því ég hef talað um það hér í fyrri ræðu minni um 7. dagskrármálið, fyrirspurn mína um fóstureyðingar, niðurstöðu þeirrar nefndar sem hæstv. heilbrrh. skipaði varðandi fóstureyðingar á Íslandi.