Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Fimmtudaginn 16. mars 2000, kl. 11:32:58 (5386)

2000-03-16 11:32:58# 125. lþ. 81.2 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 81. fundur, 125. lþ.

[11:32]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það sé mikilvægt að fara yfir þetta mál í hv. utanrmn. Ég tel að það sé réttur vettvangur til þess.

Í nefndum samningi stendur að annars vegar skuli íslenskt fyrirtæki hafa hlutdeild í þessum flutningum og hins vegar bandarískt fyrirtæki. Út á það gengur þessi samningur og sá samningur stendur. Það er okkar, íslenskra yfirvalda, að sjá til þess að við þennan samning sé staðið. Við teljum að samningurinn sé ekki framkvæmdur í samræmi við það í dag og það hefur komið skýrt fram af okkar hálfu í þessu sambandi.

Til þess að árétta þann skilning er m.a. tekið fram í frv. hvað teljist vera íslenskt fyrirtæki samkvæmt þeim skilningi sem við höfum alltaf lagt í það mál, ekki bara að því er varðar sjóflutningana heldur þessi samskipti yfirleitt og það er mjög skýrt í frv.