Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 16:46:24 (5476)

2000-03-20 16:46:24# 125. lþ. 82.10 fundur 460. mál: #A stjórn fiskveiða# (gildistími ákvæða um veiðar smábáta) frv. 93/2000, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[16:46]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég kannast nú ekki við þessa túlkun hjá hv. þm. Svanfríði Jónasdóttur. Ég held, a.m.k. eins og sú saga birtist mér í þingsölum, að sú löggjöf sem við búum við núna hafi verið viðbrögð við dómi Hæstaréttar frá því í desember 1998.

Hvað hefði getað gerst ef sá dómur hefði ekki fallið er eitthvað sem enginn okkar veit og ekkert okkar mun nokkurn tíma vita. Þegar litið verður yfir söguna síðar meira þá held ég að öllum muni verða ljóst að löggjöfin eins og hún er nú var viðbrögð við dómi Hæstaréttar í desember 1998.