Grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar

Mánudaginn 20. mars 2000, kl. 18:44:26 (5497)

2000-03-20 18:44:26# 125. lþ. 82.12 fundur 338. mál: #A grundvöllur nýrrar fiskveiðistjórnar# þál., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 82. fundur, 125. lþ.

[18:44]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstvirtur forseti. Þarna kom það, Alþingi Íslendinga er kjörið til að stýra og skammta og það hefur Alþingi Íslendinga verið að gera. Það er nákvæmlega þannig sem menn hafa hagað sér og þannig hafa menn litið á hlutverk sitt. Þeir hafa, hér á hv. Alþingi, alveg frá því þetta kerfi var fundið upp, gengið fram, valið úr, stýrt, látið þennan og hinn fá, en annan ekki, og tekið atvinnuréttindin af þeim sem ættu að hafa þau og fært þau öðrum. Þetta er ekki réttlæti. Það verður aldrei búið til réttlæti með þeim aðferðum sem hér var lýst.

[18:45]

Hér verða menn að horfast í augu við það að almennar reglur verða að koma til ef það á að vera hægt að koma á einhverju réttlæti. Það að fara núna að skipta upp veiðiréttindum til þess að sækja sjó á milli jarða held ég að muni ekki leysa mörg vandamál þó að það mundi kannski geta bjargað einhverjum bóndanum. En það leysir ekki aðal\-ágreiningsmálið sem uppi er í þjóðfélaginu um hvernig eigi að stýra aðgangnum að fiskimiðunum í heildina. Það verður ekki gert nema með almennum reglum. Það er niðurstaða okkar í Samfylkingunni og ég hefði satt að segja áhuga á því að hafa miklu lengri tíma til að ræða við hv. þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs um það hvernig þeir sjá þetta fyrir sér svo maður skilji betur hvernig þeir hafa hugsað sér þetta nýja skömmtunarkerfi því að það mun taka því kerfi mjög mikið fram sem verið hefur og þar hafa menn ekki kallað allt ömmu sína fram að þessu.