Tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 13:33:23 (5504)

2000-03-21 13:33:23# 125. lþ. 83.91 fundur 393#B tilhögun þingfundar#, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[13:33]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill geta þess vegna fundahalda í dag að við það verður miðað að eftir atkvæðagreiðslur um þrjú fyrstu dagskrármálin verði tekið til umræðu fjórða dagskrármálið, Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hins vegar verður gert hlé á umræðu um Schengen-dagskrármálin og tekið fyrir áttunda dagskrármálið um þrjúleytið í dag vegna útfarar. Síðan er við það miðað að umræðu verði framhaldið síðar á fundinum um fjórða, fimmta og sjötta dagskrármálið.

Þessu vildi forseti koma á framfæri við þingheim.