Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 14:21:18 (5512)

2000-03-21 14:21:18# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SighB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[14:21]

Sighvatur Björgvinsson (andsvar):

Virðuegi forseti. Málið sem hér er til umræðu er vafalaust stærsta utanríkismál sem komið hefur til umfjöllunar á Alþingi síðan EES-samningurinn var gerður. Þetta mál var lagt fram sem ríkisstjórnartill. og það er ekki gert nema fyrir liggi stuðningur þingflokka stjórnarflokka við slíkt mál, öðruvísi er það ekki kynnt sem stjórnartill.

Nú vill svo til að sá hv. þm. sem var að enda ræðu sína er varaformaður þingflokks Sjálfstfl. Það kemur í ljós að varaformaður þingflokksins styður ekki stjórnartillöguna. Af því tilefni langar mig til að spyrja hann:

Í fyrsta lagi, getur hann upplýst fyrir okkur hvernig málið var kynnt og afgreitt í þingflokki Sjálfstfl. áður en það var lagt fram sem stjórnartillaga?

Í öðru lagi, getur hann upplýst okkur um það hvort fleiri þingmenn Sjálfstfl. hafa sambærilega eða svipaða afstöðu og hann? Ef svo er, hve margir eru þeir? Það ræður auðvitað úrslitum um það hvort hér er verið að kynna mál sem er stjórnartillaga, þ.e. sem nýtur meirihlutafylgis sem stjórnarflokkarnir geta aflað því eða ekki.