Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Þriðjudaginn 21. mars 2000, kl. 21:30:49 (5568)

2000-03-21 21:30:49# 125. lþ. 83.4 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 83. fundur, 125. lþ.

[21:30]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg fráleitt að halda að Schengen-samstarfið komi ekki alþjóðlegum flugvöllum við ef þeir koma upp á Egilsstöðum, Akureyri eða Sauðárkróki. Það er alveg fráleitt. Hins vegar má vel vera að það megi gera hið besta úr því þannig að það megi bjarga fólki þar í land og veita því nauðþurftir og annað slíkt. En gætu þeir ekki orðið eiginlegir millilandaflugvellir sem sjá um flutning ekki bara milli Evrópu og Íslands heldur líka til Ameríku? Og hver er kominn til með að segja að Egilsstaðir geti orðið tengiflugvöllur í flugi milli álfa? Ég er ekki reiðubúinn til að segja það um ókomin ár.

Herra forseti. Mér finnst alveg bráðsniðugt að gera þessa flugvelli eins og hafnirnar í kringum landið þannig að fólk geti komið þangað, bara utan-Schengen-fólk, og fengið þar af leiðandi eðlilega, góða og fína íslenska afgreiðslu.