Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:40:11 (5614)

2000-03-22 13:40:11# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, SvH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:40]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Þessu máli er vafalaust á þann veg komið að ekki verður aftur snúið. Á því er sá meingalli að engar haldbærar upplýsingar hafa fengist um þann kostnað sem Ísland kemur til með að bera vegna framkvæmda í fyrstunni eða vegna rekstursins. Fyrir því er það sérstaklega að ég treysti mér ekki til þess að veita þessu máli atfylgi mitt og greiði þess vegna ekki atkvæði.