Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:41:00 (5615)

2000-03-22 13:41:00# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:41]

Vilhjálmur Egilsson:

Virðulegi forseti. Ég tel að þetta sé hið mesta framfaramál og sjálfsagt fyrir okkur Íslendinga að taka þátt í Schengen-samstarfinu fyrst við eigum kost á því með þeim hætti sem hér kemur fram. Með því að taka þátt í því höfum við áfram tækifæri á því að taka fullan þátt í norrænni samvinnu. Við tökum líka fullan þátt í evrópskri samvinnu með þeim takmörkunum sem það að vera ekki aðili að Evrópusambandinu fylgir. Við komumst inn í lögreglusamstarf, samstarf vegna flóttamanna, samstarf vegna aðgerða gagnvart borgurum þriðju ríkja. Ég tel að varðandi Flugstöðina í Keflavík eigi það að vera stefna okkar að það verði þjónustuvænasta flugstöð Schengen-svæðisins og nota það sem sóknarfæri fyrir íslenska ferðaþjónustu. Ég segi já.