Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:42:09 (5616)

2000-03-22 13:42:09# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, ÞKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:42]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég tel að með Schengen-samstarfinu sé stigið stórt framfaraskref í íslenskri löggæslu, landamæraeftirliti, framfaraskref sem nauðsynlegt er á nýrri öld. Með þessu samstarfi er tryggt stóraukið upplýsingaflæði milli löggæslustofnana hér á landi og í samstarfsríkjum okkar. Með því er einnig tryggð aðild okkar að stjórn samstarfsins sem við getum ekki fengið með öðru móti. Herra forseti. Ég segi því já.