Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:42:52 (5617)

2000-03-22 13:42:52# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:42]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Með Schengen-samkomulaginu gerast Íslendingar landamæraverðir fyrir Evrópusambandið og glata fyrir vikið sjálfstæðum rétti sínum til að haga landamæravörslu að eigin vild. Af Schengen-samningnum hlýst sannanlega mikið óhagræði fyrir Íslendinga, mikil fjárútlát, milljarða fjárútlát, auk þess sem erfiðara verður um vik að koma í veg fyrir eiturlyfjasmygl til landsins. Þetta er hins vegar pólitísk ákvörðun byggð á Rómarsáttmálanum eins og staðhæft er í greinargerð þeirrar þáltill. sem við greiðum nú atkvæði um. Með Schengen-samningnum fórna Íslendingar miklum hagsmunum fyrir litla, ef nokkra hagsmuni. Þetta er hins vegar rökrétt vilji menn gera Ísland að héraði í stór-evrópsku ríki. Því er ég hins vegar andvígur og segi nei.