Fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 13:45:56 (5619)

2000-03-22 13:45:56# 125. lþ. 84.5 fundur 206. mál: #A fullgilding samnings um framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna# þál. 6/125, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 84. fundur, 125. lþ.

[13:45]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Að mínu mati er komið að tímamótum í miklu samningaferli. Það er e.t.v. svo að ýmislegt er eftir að gera varðandi undirbúning og framkvæmd og eftirlit en ég tel að Ísland geti ekki annað en verið með í þessu stórmáli. Það er um að ræða stór framfaraskref í samstarfi við Evrópulöndin og þessi aðgerð eflir sjálfstæði Íslands. Ég segi já.