Uppbygging vega á jaðarsvæðum

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 14:30:46 (5631)

2000-03-22 14:30:46# 125. lþ. 85.2 fundur 423. mál: #A uppbygging vega á jaðarsvæðum# fsp. (til munnl.) frá samgrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 125. lþ.

[14:30]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Það er viðurkennt og hefur margsinnis verið lýst yfir að uppbygging byggðavega, safn- og tengivega um byggðir landsins hefur dregist stórlega aftur úr annarri vegagerð á landinu á undanförnum árum. Meginþungi áherslunnar hefur verið lagður á tengingu þéttbýlisstaðanna og stofnbrautir landsins.

Eitt það mikilvægasta í að efla og styrkja byggð í sveitum er að styrkja þetta vegakerfi. Við höfum samþykkt hér á Alþingi, æ ofan í æ, ályktun um að gera átak í þessum efnum. Nú stendur upp á okkur að fylgja því eftir með gjörðum, ekki bara orðum, herra forseti.