Heilbrigðisþjónusta við unga afbrotamenn

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 15:19:03 (5652)

2000-03-22 15:19:03# 125. lþ. 85.7 fundur 433. mál: #A heilbrigðisþjónusta við unga afbrotamenn# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 125. lþ.

[15:19]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil aðeins ítreka að þar sem hv. fyrirspyrjandi vitnar í skýrslu nefndar um málefni ungra afbrotamanna er því ekki slegið föstu að nauðsynlegt sé að skilgreina sérstaklega heilbrigðisþjónustu við unga afbrotamenn. Ég er hins vegar á þeirri skoðun að rétt sé að athuga það betur.

Vissulega eru nokkuð skiptar skoðanir um þessi mál, hvort t.d. eigi að koma upp sérstöku unglingafangelsi eða ekki og hvernig meðferð ungra afbrotamanna skuli háttað. En ég held að óhætt sé að segja að þessi mál séu í nokkuð góðu lagi hér á landi.