Pétur Bjarnason f. GAK, Katrín Andrésd. f. MF

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 10:31:10 (5669)

2000-03-23 10:31:10# 125. lþ. 86.95 fundur 409#B Pétur Bjarnason f. GAK, Katrín Andrésd. f. MF#, Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[10:31]

Forseti (Halldór Blöndal):

Borist hafa svohljóðandi bréf. Hið fyrra er dagsett 22. mars árið 2000:

,,Þar sem undirritaður óskar leyfis vegna veikinda og getur ekki sótt þingfundi á næstunni leyfir hann sér, með vísan til 53. gr. þingskapa að óska þess að varamaður hans taki sæti hans á meðan, eða frá og með 23. þessa mánaðar.

Því er þess óskað að 1. varaþm. flokksins í Vestf., Pétur Bjarnason, taki sætið.

Virðingarfyllst,

Guðjón A. Kristjánsson, 4. þm. Vestf.``

Kjörbréf Péturs Bjarnasonar hefur verið samþykkt. Hann hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðinn velkominn til starfa á ný.

Síðara bréfið er dagsett 22. mars 2000:

,,Þar sem ég get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur vegna dvalar erlendis leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að óska þess að 1. varaþm. Samfylkingarinnar í Suðurl., Katrín Andrésdóttir héraðsdýralæknir, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti.

Margrét Frímannsdóttir, 3. þm. Suðurl.``

Kjörbréf Katrínar Andrésdóttur hefur verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni.