Sparnaður í lyfjakostnaði hins opinbera

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 15:20:52 (5742)

2000-03-23 15:20:52# 125. lþ. 86.94 fundur 408#B sparnaður í lyfjakostnaði hins opinbera# (umræður utan dagskrár), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[15:20]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Bryndísi Hlöðversdóttur fyrir að hefja þessa umræðu. Í öðru lagi vil ég þakka hv. þm. Einar Oddi Kristjánssyni fyrir skorinorða yfirlýsingu. Hann sagði að við fjárlagasmíðina hefði verið gert ráð fyrir að spara rúman milljarð kr. í lyfjakostnaði. Fjárln. hefði verið talin trú um að þetta hefði mátt gera með kerfisbreytingum. Nú er að koma á daginn að þær kerfisbreytingar ganga ekki eftir.

Hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson sagði: Við munum engu að síður standa við markmið fjárlaga. Nú beini ég þeirri spurningu til hæstv. fjmrh. Geirs Haarde: Verður það gert? Mun hann samþykkja að rúmlega eitt þúsund milljónir kr. verði settar á herðar sjúklinga til þess að markmið fjárlaga nái fram að ganga?