Sparnaður í lyfjakostnaði hins opinbera

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 15:29:15 (5746)

2000-03-23 15:29:15# 125. lþ. 86.94 fundur 408#B sparnaður í lyfjakostnaði hins opinbera# (umræður utan dagskrár), heilbrrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Heilbrigðisráðherra (Ingibjörg Pálmadóttir):

Virðulegi forseti. Hér virðist vera mjög útbreiddur sá misskilningur að kerfisbreytingin ein hafi átt að skila milljarði. Ef menn lesa fjárlögin þá er talað um fjölþættar aðgerðir. Við höfum þegar farið í margar þeirra og þær hafa skilað okkur árangri.

Mig langar líka að koma inn á það sem enginn hefur talað um í þessari umræðu, að lyfjaverð hér á Ísland er 26% hærra en í nágrannalöndum. Við erum auðvitað að vinna að því að lækka það hlutfall án þess að varpa því yfir á sjúklingana. Ég held að menn hljóti að vera sammála um þau markmið.

[15:30]

Þetta er ekkert nýtt vandamál sem við stöndum frammi fyrir og þetta er ekki bara vandamál Íslendinga. Þetta er vandamál allra heilbrigðisráðherra, fjármálaráðherra og allra þjóða og því þurfum við með samstilltu átaki að vera vakandi fyrir þessu. Sérstaklega fyrir því að alltaf er sífelldur auglýsingakliður um ný lyf og meira að segja ganga framleiðendur í lyfjaframleiðslunni svo langt að þeir eru með námskeið fyrir fólk hvernig hægt er að fara fram hjá reglum og lögum þjóðanna. Það er gengið svo hart fram.

Ég sé að tími minn er að verða búinn. Árið 1990 voru útgjöldin til lyfja 2,5 milljarðar. Þetta hefur farið sífellt vaxandi og forverar mínir hafa allir þurft að glíma við þetta. Hv. þm. Sighvatur Björgvinsson gekk vasklega í þetta en samt sem áður var milljarður í mínus.