Útbýting fyrirspurnar

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 15:31:51 (5747)

2000-03-23 15:31:51# 125. lþ. 86.93 fundur 407#B útbýting fyrirspurnar# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[15:31]

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég ætla að óska eftir því við hæstv. forseta að hann greiði fyrir því að fyrirspurn til hæstv. fjmrh. um það efni sem hann var spurður um áðan en gat ekki svarað verði dreift á þessum fundi. Ég hef látið útbúa þá fyrirspurn og verið er að ganga frá henni og mér finnst sjálfsagt að gefa hæstv. fjmrh. formlegt tækifæri til þess að svara þeirri spurningu þótt síðar verði. Erindi mitt við hæstv. forseta er að biðja hann um að greiða fyrir því að fyrirspurninni verði dreift á þessum fundi.