Útbýting fyrirspurnar

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 15:32:22 (5748)

2000-03-23 15:32:22# 125. lþ. 86.93 fundur 407#B útbýting fyrirspurnar# (um fundarstjórn), fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[15:32]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Mér sýnist að fundarstjórn forseta sé nú alveg að fara úr böndum, herra forseti. Ég hef aldrei orðið vitni að því áður að menn komi hér upp undir þeim dagskrárlið til að boða fyrirspurnir sem þeir hyggist dreifa þann dag á fundinum. Það eru sérstakar reglur í þingsköpunum um fyrirspurnir til ráðherra. Það þarf ekkert að tilkynna það úr ræðustól ef menn hyggjast nýta sér þau ákvæði. Þeim er dreift þegar búið er að prenta þær og svo er þeim svarað við fyrsta tækifæri þar á eftir. Þetta veit jafnþingreyndur maður og hv. þm. Sighvatur Björgvinsson.

(Forseti (GÁS): Hv. þingmönnum ætti að vera ljóst að fyrirspurn er á leiðinni. Forseti mun reyna að koma til móts við eðlilegar óskir þingmanna um að embættismenn þingsins gangi hratt og rösklega til verks eins og þeir gera gjarnan.)