Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 16:52:02 (5759)

2000-03-23 16:52:02# 125. lþ. 86.3 fundur 502. mál: #A stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar# frv. 76/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[16:52]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Spurningin er hvert hagnaðurinn af þessari starfsemi er látinn renna, hvort hann er látinn renna til að greiða niður skuldir sem hvort sem er hvíla á ríkissjóði eða hvort hann er með öðrum hætti látinn renna til samfélagsins. Það sem ég er að gagnrýna er að þessi kerfisbreyting muni leiða til þess að fyrirtækið verði selt, fengið öðrum eignaraðilum á frjálsum markaði og þeir muni síðan taka arð út úr fyrirtækinu til sín. Ég tel að þannig muni minna renna til samfélagsins. Það er sú gagnrýni sem ég set fram og ég skil ekki hvers vegna breyta þarf Leifsstöð, flugstöðinni, í hlutafélag til að fjármunirnir renni til að greiða niður skuldir. Þetta er nánast tæknilegt atriði og pólitísk ákvörðun.