Stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Fimmtudaginn 23. mars 2000, kl. 17:29:51 (5771)

2000-03-23 17:29:51# 125. lþ. 86.3 fundur 502. mál: #A stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar# frv. 76/2000, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 125. lþ.

[17:29]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Við teljum einfaldlega að hlutafélagaformið henti best til þessa rekstrar. Við trúum því að við munum ná bestum árangri með þeim hætti. Þess vegna erum við að gera það. (ÖJ: En hvað kemur í veg fyrir hitt?) Það sem kemur í veg fyrir það er fyrst og fremst að við teljum að við munum ekki ná jafngóðum árangri. Við teljum það skyldu okkar að reyna að ná sem bestum árangri í þessu máli. Við trúum því að þetta form henti best til þess. Þess vegna er það valið. Svo einfalt er það. Auðvitað er hægt að gera það með öðrum hætti og sætta sig þá við minni árangur. Mér heyrist að hv. þm. vilji hafa hlutina þannig.