Skýrsla um Schengen-samstarfið

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:06:39 (5785)

2000-04-03 15:06:39# 125. lþ. 87.1 fundur 413#B skýrsla um Schengen-samstarfið# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:06]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Mér var kunnugt um að verið var að vinna að þeirri skýrslu og embættismenn í utanrrn. vissu um hana. Skýrslan breytir ekki neinu um skoðun mína og okkar í utanrrn. á því að við teljum að Schengen-samstarfið þjóni hagsmunum Íslands og verði til þess að efla veg ferðaþjónustu til lengri tíma litið. Ég og starfsmenn mínir í utanríkisþjónustunni erum einfaldlega ósammála mörgu því sem kemur fram í þessari skýrslu svo það sé á hreinu.