Ný gögn í Geirfinnsmálinu

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:15:56 (5792)

2000-04-03 15:15:56# 125. lþ. 87.1 fundur 414#B ný gögn í Geirfinnsmálinu# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:15]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að ég sagði hér áðan að málsaðilar virtust ekki telja skipta máli að þessi gögn kæmu fram við meðferð málsins. Um það ætla ég ekkert að fullyrða hér og nú.

Ég sagði líka áðan að Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður væri lögmaður fyrir Magnús Leópoldsson og væri að fara yfir þau gögn sem hafa fundist. Ég bíð því eftir frekari viðbrögðum í þessu sambandi.