Sérstaða framhaldsskóla með bekkjakerfi

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:29:02 (5802)

2000-04-03 15:29:02# 125. lþ. 87.1 fundur 416#B sérstaða framhaldsskóla með bekkjakerfi# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:29]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Eins og ég sagði gefur hv. þm. sér rangar forsendur. Hún ræðir ekki málið á þeim forsendum sem ber að gera þegar litið er til námsins í Verslunarskólanum. Verslunarskólinn býður upp á nám sem er byggt upp á því að menn taka verslunarpróf og bæta síðan við sig einingum til stúdentsprófs. Þar er ekki um bóknámsbrautir að ræða þannig að námið er skilgreint með þeim hætti sem Verslunarskólinn gerir. Ég hef alltaf sagt og sagði í upphafi að hugmyndir manna um afstöðu mína til Verslunarskólans byggðust á misskilningi.

Varðandi hina skólana tvo þá er alveg ljóst að þeir halda sérstöðu sinni sem bekkjakerfisskólar og munu áfram starfa í samræmi við námskrána sem bekkjakerfisskólar.