Vegurinn fyrir Búlandshöfða

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 15:42:18 (5813)

2000-04-03 15:42:18# 125. lþ. 87.1 fundur 418#B vegurinn fyrir Búlandshöfða# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[15:42]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég efast ekkert um að menn láti sér þetta að kenningu verða því að það er svo að öll reynsla okkar við það að búa í þessu landi, ekki síst reynsla okkar við mannvirkjagerð hlýtur að verða okkur að liði við áframhaldandi uppbyggingu. Það fer ekki hjá því.

Ég tek undir með hv. þm. þegar hann varar við því að þarna geti verið hætta á ferðum í framtíðinni. En ég efast ekkert um að Vegagerðin mun leggja sig fram um að bæta þarna úr og tryggja öryggi, ganga úr skugga um eins og kostur er á að þarna sé allt í lagi, allar vatnsrásir séu eins og þær eiga að vera. Ég mun gera mitt til þess að allt verði gert til þess að þessi vegur verði sem öruggastur.