Hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 16:09:08 (5887)

2000-04-04 16:09:08# 125. lþ. 89.13 fundur 263. mál: #A hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn# þál., Flm. ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[16:09]

Flm. (Ögmundur Jónasson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Ástu Möller fyrir innlegg hennar í umræðuna. Mig langar til að spyrja hana hvort hún sé sammála og muni styðja þessa þáltill. sem fjallar um mjög afmarkað efni, um að komið verði á fót hvíldarheimili eða skammtímavistun fyrir geðsjúk börn og börn með alvarlegar hegðunartruflanir.

Hún sagði í ræðu sinni að hún teldi að þörfin væri rétt greind af hálfu flm. þáltill. Nú spyr ég: Styður hv. þm. þáltill. og að markmið hennar nái fram að ganga?