Hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 16:37:51 (5900)

2000-04-04 16:37:51# 125. lþ. 89.13 fundur 263. mál: #A hvíldarheimili fyrir geðsjúk börn# þál., ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[16:37]

Ásta Möller (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við séum þá að ná saman. Það sem ég sagði áðan var að þó að ég útiloki alls ekki að einhverjar fjölskyldur mundu geta nýtt sér sérstakt hvíldarheimili, þá tel ég réttara að styrkja þau úrræði sem þegar eru til staðar og koma þar með til móts við þarfirnar.

Ég hef lýst í ræðu minni þeim áformum og ákvörðunum sem hafa verið teknar í þessu máli og ég hef miklar væntingar um að í þeim tilvikum sem ekki hefur verið hægt að koma til móts við þarfirnar verði það gert.