Íslensk málnefnd

Þriðjudaginn 04. apríl 2000, kl. 16:45:58 (5903)

2000-04-04 16:45:58# 125. lþ. 89.11 fundur 501. mál: #A Íslensk málnefnd# (tengsl við Háskóla Íslands, forstöðumaður) frv. 44/2000, PHB
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 125. lþ.

[16:45]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Hér er lagt til að stofnuð verði ný stofnun sem heitir Íslensk málnefnd, er málræktar- og málverndarstofnun og hún rekur Íslenska málstöð. Mig langar rétt aðeins í þessu sambandi að koma upp í ræðustól og geta þess, herra forseti, að hér er verið að stofna nýja stofnun og það er að mínu mati um það bil á tveggja vikna fresti sem Alþingi gerir það. Ég vildi bara vekja athygli á þessu.