Viðbrögð við vandamálum sem tengjast spilafíkn

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 13:57:32 (5920)

2000-04-05 13:57:32# 125. lþ. 91.1 fundur 445. mál: #A viðbrögð við vandamálum sem tengjast spilafíkn# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., SvH
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[13:57]

Sverrir Hermannsson:

Herra forseti. Hæstv. dómsmrh. upplýsti okkur um að spilafíkn væri ekki ný af nálinni. Ber að skilja það sem svo að þessi sjúkdómur hafi unnið sér hefð eða hvernig ber að skilja þessar upplýsingar?

Þau svör sem gefin voru voru gróflega dapurleg. Þessi spilafíkn sem alið er á með þeim hætti sem menn þekkja er fjárhættuspil sem hefur löngum verið bannað á Íslandi og á ekkert skylt við almenn happdrætti.