Heimsóknir útlendinga

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 14:07:39 (5923)

2000-04-05 14:07:39# 125. lþ. 91.2 fundur 508. mál: #A heimsóknir útlendinga# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[14:07]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég vil nota þetta tækifæri til að vekja athygli á breytingu eða réttarbót sem er í vændum varðandi maka Íslendinga sem koma til landsins sem ekki hafa fengið sjálfkrafa atvinnuleyfi. Í félmn. hefur verið til meðferðar frv. til laga um atvinnuréttindi útlendinga, sem ég flutti fyrr í vetur, og miðar einkum að því að fá skýra heimild til að skipta sér af atvinnuleyfum handa nektardansmeyjum, en athygli okkar var vakin á því að óréttlæti viðgengist við atvinnuleyfisveitingar til maka Íslendinga. Í nál. hv. félmn. segir, með leyfi forseta:

,,Jafnframt leggur nefndin til breytingu á 13. gr. laga um atvinnuréttindi útlendinga, nr. 133/1994, samkvæmt tillögu félagsmálaráðuneytis, en henni er ætlað að undanþiggja maka íslenskra ríkisborgara með skýrum hætti frá skilyrðum laganna um atvinnuleyfi, enda hafi þeir fengið dvalarleyfi hér á landi eða afhent skráningaryfirvaldi norrænt flutningsvottorð.`` (Forseti hringir.)

(Forseti (ÍGP): Ég minni hæstv. ráðherra og hv. þm. á að virða þau tímamörk sem hér eru. Við höfum eina mínútu til þess að að gera athugasemdir.)