Rekstur Reykjadals í Mosfellssveit

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 14:27:03 (5932)

2000-04-05 14:27:03# 125. lþ. 91.3 fundur 449. mál: #A rekstur Reykjadals í Mosfellssveit# fsp. (til munnl.) frá félmrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[14:27]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Ég vil fagna þessari yfirlýsingu frá hæstv. ráðherra. Með þessu er verið að leysa vanda um 100 fjölskyldna sem sáu fram á að geta ekki farið í frí með þeim börnum sínum sem ekki eru fötluð, þ.e. hreyfihömluð eða sem ekki hefðu getað fengið vistina í Reykjadal. Menn sáu fram á að stór hópur fjölskyldna mundi missa af sumarleyfinu og að börnin fengju ekki umrædda þjónustu.

Hér hefur komið yfirlýsing frá hæstv. ráðherra um að þjónustan verði óbreytt. Ég fagna því að hæstv. ráðherra hefur lagt til viðbótarfjármagn fyrir þá þjónustu sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra treystir sér ekki til að veita nema slíkt komi til.