Rekstur Reykjadals í Mosfellssveit

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 14:28:07 (5933)

2000-04-05 14:28:07# 125. lþ. 91.3 fundur 449. mál: #A rekstur Reykjadals í Mosfellssveit# fsp. (til munnl.) frá félmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[14:28]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Herra forseti. Allt var þetta rétt og skýrt sem hæstv. félmrh. skýrði frá og í lögin sem sett voru 1992 komu mörg nýmæli og þar er einungis um heimild að ræða af hálfu ríkisins til að greiða umframkostnað.

Það breytir því ekki að hvert einasta sumar eru Reykjadalsmálefni upp í loft. Það er aldrei ljóst hvernig eða hvort unnt verður að starfrækja sumardvalaraðstöðuna þar og reyndar á það sama við nú um stundir með Öskjuhlíðarskóla, því að málum er ekki skipað til frambúðar. En það er mjög ánægjulegt að heyra að ráðherrarnir tveir og svæðisskrifstofa ætla að koma með viðbótarfjármagn vegna sumarsins í sumar. En það getur ekki gengið lengur að þessi viðkvæmi hópur viti aldrei hvaða úrræði verði á komandi sumri og mjög erfitt fyrir aðstandendur þessara barna að vita ekki hvaða þjónusta verður á sumrinu vegna þess að í önnur hús er ekki að venda.