Rekstur Reykjadals í Mosfellssveit

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 14:31:58 (5936)

2000-04-05 14:31:58# 125. lþ. 91.3 fundur 449. mál: #A rekstur Reykjadals í Mosfellssveit# fsp. (til munnl.) frá félmrh., félmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[14:31]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég minnist þess aldrei í minni tíð í félmrn. að málefni Reykjadals hafi verið upp í loft, eins og hér var fullyrt áðan. Einhver vandræði í Reykjadal hafa a.m.k. ekki verið úrlausnarefni hjá félmrn. fyrr en núna á þessu ári að Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra ákvað að skilgreina upp á nýtt, væntanlega vegna þess að reksturinn verður dýrari ár frá ári og út af fyrir sig hef ég svo sem skilning á því.

En málið er að þroskaheftir geta átt þarna sumardvöl í sumar eins og venjulega. Síðan er það okkar á Alþingi að taka á því hvernig þessu máli verður háttað í framtíðinni, þ.e. hvernig rekstur Reykjadals verður tryggður áfram. Þetta er einungis ákvörðun sem gildir vegna sumarsins í sumar. Og eins og ég sagði áðan þurfa menn ekki að hafa áhyggjur af því. Það er búið að leysa vandann.