Lækkun lyfjaútgjalda Tryggingastofnunar ríkisins

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 15:14:27 (5955)

2000-04-05 15:14:27# 125. lþ. 91.7 fundur 516. mál: #A lækkun lyfjaútgjalda Tryggingastofnunar ríkisins# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[15:14]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Íslensk heilbrigðisyfirvöld ákváðu að fara dönsku leiðina til að spara einn milljarð á þessu ári í lyfjakostnaði ríkisins. Danir kynntu þetta mál í 8--10 mánuði og voru ekki vissir um að þeir mundu spara með þessari aðferð. Nú berast upplýsingar þess efnis að enginn sparnaður hafi hlotist af þessari aðferð í Danmörku.

[15:15]

Í upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins sem heilbr.- og trn. fékk þegar hún var þar í heimsókn kemur í ljós að þeir eru sannfærðir um að þessi aðferð muni ekki spara neitt á þessu ári. Því er ljóst að ef standa á við fjárlög eins og hæstv. fjmrh. segir þá er engin önnur leið en að varpa öllum þessum kostnaði, einum milljarði, yfir á sjúklingana. A.m.k. var það niðurstaða sérfræðinga í lyfjamálum hjá Tryggingastofnun að þar gæfist engin önnur leið. Þess vegna væri fróðlegt að vita hvernig menn ætla að taka á þessu.