Lækkun lyfjaútgjalda Tryggingastofnunar ríkisins

Miðvikudaginn 05. apríl 2000, kl. 15:15:42 (5956)

2000-04-05 15:15:42# 125. lþ. 91.7 fundur 516. mál: #A lækkun lyfjaútgjalda Tryggingastofnunar ríkisins# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., JónK
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 125. lþ.

[15:15]

Jón Kristjánsson:

Herra forseti. Í afgreiðslu fjárlaga í haust voru sett fram nokkur sparnaðarmarkmið af hálfu heilbrrn. sem áttu að ná samtals um 1 milljarði kr. Reglugerðarbreyting hefur þegar náð um 300--400 millj. kr. og nokkrar aðrar aðgerðir sem eru taldar upp í athugasemdum fjárlagafrv. eru fyrirhugaðar.

Það er rétt að í heimsókn heilbr.- og trn. til Tryggingastofnunar ríkisins var talað um að þetta tæki það langan tíma að þetta yrði ekki tilbúið fyrr en um áramót. En það er einkennileg túlkun hjá hv. 15. þm. Reykv. að tala um að þetta sparaði ekki neitt. Ég minnist þess ekki að embættismenn Tryggingastofnunar hafi túlkað málið á þennan hátt. (ÁRJ: Það er ekki sparað fyrr en um áramót, þau næstu.) Það sparast ekki á þessu ári ef það tekur ekki gildi. Um það snýst málið. En það eru margar aðrar aðgerðir sem fyrirhugaðar eru.