2000-04-06 14:52:49# 125. lþ. 94.6 fundur 582. mál: #A staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2000# þál. 9/125, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[14:52]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er fyrst og fremst um að ræða spurningu til hæstv. utanrrh. Það segir hér í greinargerð með tillögunni að nota skuli aflareglu sem miðast við fiskveiðidánarstuðulinn 0,125 í stað 0,15 sem verið hefur viðmiðunin undanfarin ár.

Fróðlegt væri að fá upplýst hvað gerir það að verkum að menn eru að breyta hér um viðmið. Eru einhver teikn á lofti sem kalla á að menn herði viðmið hvað þetta varðar? Og sömuleiðs hitt, ef þessi viðmið hefðu verið notuð í ár, er þá ráðherranum ljóst eða hefur það verið skoðað hvað það hefði þýtt í aflaheimildum í heildina og þá í leiðinni fyrir okkur Íslendinga?