2000-04-06 14:55:52# 125. lþ. 94.6 fundur 582. mál: #A staðfesting samninga um veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum á árinu 2000# þál. 9/125, SvanJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[14:55]

Svanfríður Jónasdóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. svörin. Þau voru mjög skýr. Það er út af fyrir sig gott að vita að við stöndum ekki frammi fyrir hruni. Ég tek undir það með hæstv. ráðherra að það er mikilvægt að við förum með gát. Við viljum gjarnan sjá meira af norsk-íslenska síldarstofninum innan íslenskrar lögsögu og bæði helgast það auðvitað af því að við byggjum stofninn upp og eins hinu að aðstæður í sjónum séu þá þannig að síldin nái til veiðisvæða þar sem íslenski flotinn getur athafnað sig.

Ég ætla ekkert að fylgja eftir síðari spurningu minni. Ég tók eftir því að ráðherra svaraði henni ekki. Kannski hefur þetta ekki verið reiknað út og kannski er einfalt að gera þetta bara sjálfur. En það er alltaf athyglisvert þegar menn eru að breyta viðmiðum í málum, að vita hvort menn hafa þá skoðað og litið til þess hver niðurstaðan verði.

Ég endurtek þakkir til ráðherra fyrir svörin sem voru skýr og tek undir með honum hvað varðar mikilvægi þess að byggja stofninn upp.