Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 19:38:20 (6083)

2000-04-06 19:38:20# 125. lþ. 94.15 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[19:38]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Bara til að halda staðreyndum til haga þá er rétt að ég var ekki á fundinum í Leifsstöð. Ég er fastafulltrúi í efh.- og viðskn. þingsins sem sat fund á þessum tíma en ég er áheyrnarfulltrúi í allshn. En hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon voru á fundinum. Við höfum rætt skýrsluna og það er mat okkar að þær upplýsingar sem þarna koma fram séu sumar nýjar.

Það kann vel að vera að það sé ekkert nýtt að af þessu Schengen-samkomulagi hljótist óhagræði eða af því hljótist aukinn tilkostnaður. Það sem er nýtt í málinu er að rannsóknarnefnd á vegum ríkisstjórnarinnar skuli segja það og staðhæfa það í skýrslu sem hún færir ríkisstjórninni. Það er nýtt.