Þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 19:57:06 (6089)

2000-04-06 19:57:06# 125. lþ. 94.15 fundur 237. mál: #A þátttaka Íslands í Schengen-samstarfinu# (breyting ýmissa laga) frv. 15/2000, KolH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[19:57]

Kolbrún Halldórsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Að lokum vil ég aðeins taka fram að hér eru stór ágreiningsmál á ferðinni. Hér hefur verið bent á ákveðnar hættur. En lokaorðin í þessu máli frá minni hálfu eru að ég sé ekki annað en að hægt hefði verið að auka allt samstarf milli lögregluyfirvalda, jafnvel að Íslendingar gerðust ekki aðilar að Schengen-samningnum.