Virðisaukaskattur

Fimmtudaginn 06. apríl 2000, kl. 21:18:16 (6111)

2000-04-06 21:18:16# 125. lþ. 94.22 fundur 548. mál: #A virðisaukaskattur# (mötuneyti, rafrænn afsláttur o.fl.) frv. 105/2000, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 125. lþ.

[21:18]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Mig langar þá til að spyrja hv. þm. hvernig hann telji að menn geti staðið í samkeppni undir þessum formerkjum. Í fyrsta lagi þegar maturinn er stórlega niðurgreiddur hjá hinu opinbera. Í öðru lagi þurfa þeir sem standa í samkeppni við hið opinbera að borga virðisaukaskatt, í þriðja lagi tekjuskatt og í fjórða lagi eignarskatt. Hvernig eiga menn að geta staðið í þessari samkeppni?