Landsvirkjun

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 11:20:55 (6149)

2000-04-07 11:20:55# 125. lþ. 95.23 fundur 198. mál: #A Landsvirkjun# (aðild að fjarskiptafyrirtækjum) frv. 14/2000, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[11:20]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta voru svo sem engar leiðréttingar. Sjö af níu töldu málið fullrætt og stóðu að því að taka það úr iðnn. í myndaherberginu hér í húsinu á hádegisverðarfundi á löngum fimmtudegi þegar umræða var og við höfðum aðeins hálftíma, hádegishléið okkar, til að sitja nefndarfund. Málinu var í upphafi vísað til umsagnar. Það var tekið fyrir á tveimur löngum fundum þar sem við ræddum við ýmsa fulltrúa sem komu á fund okkar og málið var tekið út hérna í myndaherberginu. Síðan var Neyðarlínan kölluð til fundar við iðnn. seinna. Þess vegna er þetta allt rétt sem formaður iðnn. segir og fellur að því sem ég sagði sjálf.

Og það er alveg rétt hjá hv. formanni að við Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir vorum fjarverandi á fundum erlendis annan daginn sem yfirferðin var í nefndinni. Og góður fulltrúi okkar, varamaður í nefndinni, hv. þm. Jóhann Ársælsson fór yfir málið og ég óskaði eftir því að hann bæri fram það erindi í nefndinni að það yrði örugglega ekki tekið út þarna, vegna þess að ég óttaðist hvað væri í farvatninu, og að örugglega yrði fjallað um það á næsta fundi. Svar hans þegar við komum heim var að haldinn yrði aukafundur í nefndinni en hvorki hann frekar en ég áttum von á því að það yrði hálftími í þinghúsinu til að ljúka málinu.

Það sem ég hef dregið fram og skiptir máli er ekki hvort ég né eða Ásta Ragnheiður vorum á fundi í iðnn. eða góður annar fulltrúi okkar heldur að málið er tekið út með þeim hætti sem gert var. Umsagnir voru ekki komnar, þær hafa verið að berast. Hv. formaður iðnn. veit það, hann fer yfir umsagnir og við látum ýmislegt úr þeim koma fram í nefndarálitum. Vinnubrögðin hafa verið fyrir neðan allar hellur varðandi þetta mál og við það stend ég.