Eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 17:01:58 (6229)

2000-04-07 17:01:58# 125. lþ. 95.25 fundur 524. mál: #A eignarréttur íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins# (gjaldtökuheimild o.fl.) frv. 101/2000, iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[17:01]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst hv. þm. gera heldur mikið úr þessu ákvæði ef hann telur að það sé svo að ráðherra geti samið við hvaða fyrirtæki sem er um olíuleit á grundvelli þessa ákvæðis í frv. Ég er ekki þeirrar skoðunar. Eins og ég sagði er verið að semja frv. um olíuleit og olíuvinnslu og í því frv. og í þeim lögum, væntanlegum, verður að sjálfsögðu kveðið á um þá hluti sem hann fjallaði hér um og varða olíuleit. Það er grundvöllur þess að verði einhvern tíma farið í einhverjar rannsóknir hér um olíuleit og hugsanlega olíuvinnslu að í landinu séu lög um það efni. Hv. þm. hefur áður gegnt embætti iðnrh., ef ég man rétt, og ekki veit ég til þess að hann hafi nokkuð sinnt þessum málum á þeim tíma.