Stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum

Föstudaginn 07. apríl 2000, kl. 18:13:36 (6248)

2000-04-07 18:13:36# 125. lþ. 95.27 fundur 530. mál: #A stofnun hlutafélags um Samábyrgð Íslands á fiskiskipum# frv. 98/2000, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 95. fundur, 125. lþ.

[18:13]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Hverjir skyldu vera að gera tilboð í fyrirtækið? Það er stjórnarformaður og framkvæmdastjóri sjóðsins. Hverjir voru skipaðir í nefnd til að gera tillögur um þessi nýju lög? Hver var formaður nefndarinnar? Var það sami aðilinn? Það var ekki sami aðilinn, er mér gefið til kynna í salnum. Ég vil bara fá þetta upplýst. Ef ég er að fara með rangt mál, þá leiðréttist það. Ég er að vekja athygli á því að verið er að óska eftir því við Alþingi að við samþykkjum heimild til að selja þetta fyrirtæki og fela hæstv. ráðherra sjálfdæmi í málinu, hverjum er selt og á hvaða verði. Nú heyrum við það í þingsal að jafnvel standi til að selja á undirverði. (Gripið fram í: Vegna sögunnar.) Vegna sögunnar. Mér finnst sannast sagna þetta vera alvarlegra mál sem er hér á ferðinni en ég hafði trúað og mikil ástæða til að fara mjög rækilega í málið þegar það kemur fyrir efh.- og viðskn. þingsins.

En ég óska eftir frekari skýringingum frá hæstv. ráðherra á því hvernig staðið er að málum því að staðið er mjög óeðlilega að málum að mínu mati.