Frumvörp landbúnaðarráðherra

Mánudaginn 10. apríl 2000, kl. 15:14:05 (6256)

2000-04-10 15:14:05# 125. lþ. 96.92 fundur 442#B frumvörp landbúnaðarráðherra# (um fundarstjórn), GÁS
[prenta uppsett í dálka] 96. fundur, 125. lþ.

[15:14]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Herra forseti. Ég vildi aðeins leyfa mér að vekja athygli á því að 20. dagskrármálið og auk þess 21. og 22. eru á forræði hæstv. landbrh. Mér skilst að hann sé fjarverandi í dag vegna veikinda. Annað mál á forræði hans kom á dagskrá fyrir helgi og hann var þá einnig fjarverandi. Þó ég beri fullan trúnað til staðgengils ráðherra í þessum efnum, hæstv. utanrrh., finnst mér eðlilegt að þetta mál fái að bíða dag eða svo. Sum málanna eru tiltölulega sérhæfð og sem fulltrúi í landbn. vildi ég gjarnan eiga orðastað við hæstv. landbrh. sjálfan í málinu ef þess gæfist kostur.